Innskráning

Um Netorku

Frá áramótum 2005/2006 hafa allir landsmenn átt kost á að velja sér af hvaða raforkusala þeir kaupa raforku. Raforkusala hefur frá þeim tíma ekki lengur verið bundin því orkufyrirtæki sem dreifir raforkunni á viðkomandi svæði, heldur opin öllum þeim sem hafa tilskilin leyfi. Þessi breyting leggur grunn að samkeppni á raforkumarkaði, raforkunotendur hafa nú val.

Netorka hf. er hlutafélag í eigu raforkufyrirtækjanna og gegnir því hlutverki að vera sameiginlegt mæligagna- og uppgjörsfyrirtæki fyrir íslenskan raforkumarkað í markaðsvæddu umhverfi.

Þann 3. apríl 2006 tók Netorka í notkun upplýsingakerfi sem annast uppgjör og vinnslu sölumælinga. Kerfið gerir upp orkunotkun milli seljenda og kaupenda og heldur utan um allar breytingar á viðskiptum raforkuseljenda og kaupenda. 

Uppsetning Netorku á miðlægum gagnagrunni og einföldu skeytakerfi er einstök og tryggir að samskipti og uppgjör á íslenska raforkumarkaðnum verða í senn einfaldari, sveigjanlegri og skilvirkari. 

Söluaðilaskipti og uppgjör á íslenskum raforkumarkaði

Netorka rekur öflugt hugbúnaðarkerfi sem gerir fyrirtækinu kleift að þjónusta öll orkufyrirtækin með mæligagnasöfnun og uppgjör. Hugbúnaðarlausnin kemur frá hugbúnaðarfyrirtækinu CGI og er kjarninn í starfsemi Netorku. Kerfið meðhöndlar meðal annars flutning viðskiptavina milli sölufyrirtækja og heldur utan um álestra og raðir fyrir öll heimili og fyrirtæki á Íslandi.